35. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. febrúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Kári Gautason vék af fundi kl. 09:55.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 09:10
Nefndin ræddi við Elías Bj. Gíslason frá Ferðamálastofu í gegnum fjarfundabúnað. Þá komu á fund nefndarinnar Arna Gunnarsdóttir og Rúna Hauksdóttir Hvannberg frá Lyfjastofnun og Sigurður Magnús Magnússon frá Geislavörnum ríkisins. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 533. mál - almannatryggingar og félagsleg aðstoð Kl. 09:17
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15